Foreldrar
Starfamessan miðar að því að kynna fyrir nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla og nemendum á 1. og 2. ári í framhaldsskólum á Suðurlandi störf á sviði iðn-, verk- og tæknigreina ásamt starfsumhverfi og fyrirtæki í landshlutanum þar sem fólk með slíka menntun starfar. Áhersla er lögð á að nemendurnir öðlist innsýn í áðurnefnd störf og mögulegar námsleiðir að þeim störfum.
Við vitum að áhrif foreldra eru mikil þegar kemur að vali unglinga á námi til framtíðar. Því teljum við mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma til þess að koma og kynna sér það sem kynnt er á messunni, eiga samtal við bæði starfsfólk og núverandi nemendur greinanna sem geta gefið góðar upplýsingar um viðkomandi grein og svarað flestum þeim spurningum sem brenna á fólki.
Kæru foreldrar, verið hjartanlega velkomin á Starfamessuna!